Barnæska

Forsíða kápu bókarinnar

Ona býr með foreldrum sínum í Amsterdam þegar Þjóðverjar hertaka Holland í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjölskyldan er í óða önn að undirbúa flutning til Palestínu þegar hún er skyndilega vakin upp um miðja nótt, flutt nauðug í lest og að lokum í fangabúðirnar í Bergen-Belsen. Gyrðir Elíasson íslenskaði.

Áhrifamikið meistaraverk þar sem hryllingi Helfararinnar er lýst frá sjónarhóli barns. Jona Oberski (f. 1938) er hollenskur kjarneðlis- og öreindafræðingur. Hann er höfundur allmargra bóka en Barnæska er þeirra frægust.

„Þetta er bók sem snertir sérhvern lesanda með hjarta.“

Isaac Bashevis Singer, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum

„Látlaus ... gagnorð ... átakanleg.“

Harold Pinter, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum

„Myrkt ævintýri... um ótta og angist barns, byggð á reynslu sem lýtur ekki lögmálum skynseminnar en samt algerlega raunveruleg.“

Heinrich Böll, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum