Höfundur: Gyrðir Elíasson

Barnæska

Ona býr með foreldrum sínum í Amsterdam þegar Þjóðverjar hertaka Holland í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjölskyldan er í óða önn að undirbúa flutning til Palestínu þegar hún er skyndilega vakin upp um miðja nótt, flutt nauðug í lest og að lokum í fangabúðirnar í Bergen-Belsen. Gyrðir Elíasson íslenskaði.

Ljóðasafn II

1989-1992

Þrjár bækur sem hafa verið ófáanlegar um áratugaskeið en eru nú saman komnar í einu lagi í þessari vönduðu heildarútgáfu á verkum skáldsins. Hér birtast Tvö tungl (1989), Vetraráform um sumarferðalag (1991) og Mold í Skuggadal (1992). Ómissandi verk í safn allra bókaunnenda.

Smásögur I

1988-1993

Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast.

Sorgarmarsinn

Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar.

Suðurglugginn

Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bréfbátarigningin Gyrðir Elíasson Forlagið Eitt af fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar kom út árið 1988 og var tilnefnt til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar. Sögurnar eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu. Verkið kemur nú út að nýju með eftirmála eftir Halldór Guðmundsson.
Dulstirni / Meðan glerið sefur ljóðatvenna Gyrðir Elíasson Dimma Ljóðheimur Gyrðis Elíassonar er í senn víðfeðmur og nærtækur. Þar skarast innri og ytri öfl, draumur og veruleiki, orð og athafnir. Líf mannsins í hverfulum heimi er nú sem fyrr höfuðviðfangsefni skáldsins og yrkisefnin óþrjótandi. Í þessari myndarlegu ljóðatvennu birtast rúmlega 200 ný og fersk ljóð sem eiga erindi við samtímann.
Grafreiturinn í Barnes Gabriel Josipovici Dimma Stutt og seiðmögnuð skáldsaga sem gerist á þremur ólíkum sviðum og kemur lesandanum oftar en ekki í opna skjöldu. Þrátt fyrir lágstemmdan stíl á yfirborðinu er ólgandi og stundum ógnvekjandi undiralda í verkinu.
Hótelsumar Gyrðir Elíasson Dimma Skáldsaga sem var einskonar forsmekkur að hinum rómaða þríleik, Sandárbókinni, Suðurglugganum og Sorgarmarsinum. Í Hótelsumri snýr sögumaður aftur á heimaslóðir eftir erfiðan skilnað og reynir að ná sambandi við sjálfan sig að nýju. Bókin hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út í nýrri ritröð af verkum höfundarins.
Í landi sársaukans Alphonse Daudet Dimma Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit. Nú á tímum eru mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók.
Ljóðasafn I Gyrðir Elíasson Dimma Fimm fyrstu ljóðabækur Gyrðis, sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið, eru hér saman komnar í einu bindi og marka upphafið að vönduðum endurútgáfum verka skáldsins. Hér birtast Svarthvít axlabönd, Tvíbreitt (svig)rúm, Einskonar höfuð lausn, Bakvið maríuglerið og Blindfugl/Svartflug. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.
Sandárbókin pastoralsónata Gyrðir Elíasson Dimma Ein vinsælasta saga höfundarins, sterk og áleitin, þar sem ótal kenndir og tilfinningar krauma undir sléttu yfirborðinu. Málari sem hefur sest að í hjólhýsabyggð ætlar að einbeita sér að því að mála tré, en dvölin er þó öðrum þræði hugsuð til að öðlast hugarró eftir ýmis áföll í lífinu. Útgáfan er hluti af nýrri ritröð bóka Gyrðis Elíassonar.
Undir eplatrénu Olav H. Hauge Dimma Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Norðmanna á liðinni öld. Látlaus og hrífandi skáldskapur í einstaklega vönduðum íslenskum búningi Gyrðis Elíassonar, sem einnig ritar formála. Verk Hauges hafa ratað víða og hér eru saman komin mörg þeirra ljóða sem hafa borið hróður hans langt út fyrir heimaslóðirnar.
Þöglu myndirnar / Pensilskrift Smáprósar I og II Gyrðir Elíasson Dimma Í sagnaveröld Gyrðis Elíassonar getur allt gerst. Í þessu tímamótaverki sem geymir 377 smáprósa rúmast ógrynni af persónum, sögum, þankabrotum, atburðum og hvers kyns spunaþráðum. Áföll og eftirsjá, fyrirboðar og feigð, ógn og eftirvænting, ást og andstæður. Tveggja binda lestrarupplifun sem hægt er að gleyma sér við í tíma og ótíma.