Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Bella gella krossari

Forsíða bókarinnar

Sjöunda bókin í sagnaflokknum vinsæla um Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, ömmurnar, börnin fimm og nojaða nágrannann. Listaspíran Bella er ein helsta fyrirmynd Stellu í smartheitum, sjálfstæði og í rosalegu mótor-kross-ÆÐI. En nú er Bella í vandræðum og hjálpin kemur (auðvitað) úr óvæntri átt.