Beta frænka

Beta frænka er saga heitra tilfinninga sem stýra gerðum manna. Hér er fulltrúi tryggðar og hollustu og takmarkalausrar sjálfsafneitunar. Önnur persóna er holdgervingur öfundar og kolsvarts haturs og hin þriðja er spillingunni vígð. Þarna birtast sem sagt tvö meginöfl sálarlífsins – ást og hatur – Eros og Þanatos – engill og djöfull.

Beta frænka er saga heitra tilfinninga sem stýra gerðum manna. Hér er fulltrúi tryggðar og hollustu og takmarkalausrar sjálfsafneitunar. Önnur persóna er holdgervingur öfundar og kolsvarts haturs og hin þriðja er spillingunni vígð. Minna fer fyrir þeim sem hafa taumhald á tilfinningum sínum og láta stjórnast af hugsun og skynsemi. Þarna birtast sem sagt tvö meginöfl sálarlífsins – ást og hatur – Eros og Þanatos – engill og djöfull. Í þessari sögu skortir ekkert á spennu og átök og hraða atburðarás, en aðalvettvangurinn er þó hið innra í sálarlífi persónanna.

Útgáfuform

Innbundin

Fáanleg hjá útgefanda

Forsíða bókarinnar