Höfundur: Sigurjón Björnsson

Fjórar konur

Balzac hefur stundum verið kallaður skáld ástarinnar. Og satt er það að konur gegna miklu hlutverki í hinu mikla ritverki hans La Comédie humaine. Oft gegna þær aðalhlutverki – svo er til að mynda í þeim fjórum sögum sem hér birtast á einni bók. Ástarmál þeirra allra eru vissulega í forgunni en með afar ólíkum hætti.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Beta frænka Honoré de Balzac Skrudda Beta frænka er saga heitra tilfinninga sem stýra gerðum manna. Hér er fulltrúi tryggðar og hollustu og takmarkalausrar sjálfsafneitunar. Önnur persóna er holdgervingur öfundar og kolsvarts haturs og hin þriðja er spillingunni vígð. Þarna birtast sem sagt tvö meginöfl sálarlífsins – ást og hatur – Eros og Þanatos – engill og djöfull.
Casar Birotteau Honoré de Balzac Skrudda Cesar Birotteau er ein af stóru skáldsögum Balzacs og hefur alla tíð notið mikillar hylli. Cesar kemur bláfátækur unglingur til Parísar og fær vinnu í ilmvöruverslun. Með dugnaði og hollustu vinnur hann sig í áliti og verður loks eigandi verslunarinnar. En Cesar er nú kominn í hringiðu hinnar gjörspilltu borgarastéttar og glæsiferill...
Pons frændi og Kötturinn Keli Honoré de Balzac Skrudda Sagan af Pons frænda er tvíburasaga Betu frænku. Pons fellur í ónáð hjá ættingjum sínum og tekur það svo nærri sér að hann veikist og deyr. Tekur þá við vægðarlaus barátta um hinar dýrmætu eigur hans þar sem einskis er svifist.
Vegsemd og vesöld Honoré de Balzac Skrudda Þessa löngu sögu er réttast að skoða sem framhald af Brostnum væntingum en er engu að síður sjálfstæð saga. Hún hefst þegar ábótinn Don Carlos Herrera bjargar Lucien frá því að fyrirfara sér, tekur hann að sér. Þessi verk eru ótvírætt kórónan á glæsilegum höfundarferli Balzacs.