Bók vikunnar

Forsíða kápu bókarinnar

Húni er nýkominn til borgarinnar úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sögunni leyndardómsfullan blæ.

Húna býðst starf á litlu skóverkstæði í Reykjavík meðfram námi í háskólanum. Gamli skósmiður inn lést fyrir skömmu og Húni fær það hlutverk að afgreiða ósótta skó til viðskiptavina.

Húni kemur úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann og á því nokkuð erfitt með að fóta sig í bænum. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Dag einn þegar hann situr á skóverkstæðinu fær hann hugmynd sem gæti bæði unnið hjarta Júlíu en um leið uppfyllt draum hans um að setja mark sitt á menningarlífið í borginni.

Snæbjörn Arngrímsson hefur áður vakið athygli fyrir óvenjulegar glæpasögur, en nú hefur hann skrifað annars konar bók – Bók vikunnar. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sögunni leyndardómsfullan blæ.

„Sagan er heillandi og það eru sögupersónurnar sömuleiðis.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Heimildin (um Eitt satt orð)

– Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu (um Eitt satt orð)

„Skemmtilestur.“ – Þorgeir Tryggvason, Kiljunni (um Eitt satt orð)

„Snilldarleg, heillandi ... þaulhugsuð: framúrskarandi.“ Conventionale, um Eitt satt orð