Bók vikunnar
Húni er nýkominn til borgarinnar úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sögunni leyndardómsfullan blæ.