Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Borg bróður míns

Forsíða bókarinnar

„Ef þú prjónar mér peysu með þverlöngum gulum röndum (eða röddum) undir rauðum stjörnum (eða tjörn) á ljósbláum himni lofa ég að fara ekki svona mikið út á kvöldin ...“

Mögulega núna á meðan heimar lágu í kófi, í nálægri borg eða í fjarska og jafnvel hvergi, voru orð tínd ofan í þessa bók sagna, skyndimynda, skjáskota og brota.