Höfundur: Kristín Ómarsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Borg bróður míns Kristín Ómarsdóttir Benedikt bókaútgáfa „Ef þú prjónar mér peysu með þverlöngum gulum röndum (eða röddum) undir rauðum stjörnum (eða tjörn) á ljósbláum himni lofa ég að fara ekki svona mikið út á kvöldin ...“ Mögulega núna á meðan heimar lágu í kófi, í nálægri borg eða í fjarska og jafnvel hvergi, voru orð tínd ofan í þessa bók sagna, skyndimynda, skjáskota og brota.
Móðurást: Oddný Kristín Ómarsdóttir Benedikt bókaútgáfa Oddný Þorleifsdóttir, fædd 1863, elst upp í Bræðratungu, í hópi duglegra og glaðsinna systkina. Lífsbaráttan er hörð. „Móðurfólk mitt hélt ekki dagbækur sem ég veit af, það afmáði ummerki, gekk svo snyrtilega um að það skildi ekki eftir sig efniskennd spor. Að skrifa söguna eru því drottinssvik við móðurfólk mitt, einnig skuld við það og þökk."