Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Born to Run – Sjálfsævisaga

Forsíða bókarinnar

Í þessari mögnuðu bók segir goðsögnin Bruce Springsteen, The Boss, sögu sína og hljómsveitar sinnar, E Street Band, með sama kraftinum, hispursleysinu, einlægninni og húmornum sem einkennir hans frægustu lög.

Bruce Springsteen á að baki einstæðan tónlistarferil og hefur m.a. hreppt 20 Grammy-verðlaun og Óskarsverðlaun og verið sæmdur Frelsisorðu Bandaríkjanna. Þetta er bók sem hefur farið sigurför um heiminn og hvarvetna hlotið einróma lof.