Höfundur: Magnús Þór Hafsteinsson

Grimmlyndi

Gamalt mál rifjast upp þegar lík ungrar konu finnst í skóginum. Það ber öll merki raðmorðingjans Toms Kerr. En Kerr hefur setið fjögur ár í fangelsi og getur alls ekki verið verið morðinginn. Allt bendir til að „Hinn“ hafi verið að verki en það var nafnið sem blöðin gáfu félaga Kerrs sem aldrei fannst ...

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Grimmlyndi Jørn Lier Horst Ugla Gamalt mál rifjast upp þegar lík ungrar konu finnst í skóginum. Það ber öll merki raðmorðingjans Toms Kerr. En Kerr hefur setið fjögur ár í fangelsi og getur alls ekki verið verið morðinginn. Allt bendir til að „Hinn“ hafi verið að verki en það var nafnið sem blöðin gáfu félaga Kerrs sem aldrei fannst ...
Hittumst í paradís Heine Bakkeid Ugla Lögregluforinginn Thorkild Aske er ráðinn til starfa hjá glæpasagnahöfundinum Millu Lind. Hún segist vinna að nýrri glæpasögu sem byggist á raunverulegum atburðum þegar tvær stúlkur hurfu með dularfullum hætti af munaðarleysingjahæli. Thorkild verður fljótlega ljóst að ekki er allt sem sýnist, enda var forveri hans í starfinu hjá Millu Lind myrt...
Kóreustríðið 1950–1953 Max Hastings Ugla Hinn 25. júní 1950 hófust ein blóðugustu stríðsátök 20. aldar þegar kommúnistastjórnin í Norður-Kórea réðst inn í Suður-Kóreu. Rauða-Kína og Sovétríkin studdu Norður-Kóreu gegn fjölþjóðlegu herliði lýðræðisþjóða sem barðist undir fána Sameinuðu þjóðanna. Í þrjú ár rambaði heimsbyggðin á barmi þriðju heimsstyrjaldar.
Refsiengill Heine Bakkeid Ugla Thorkild Aske snýr aftur til Stafangurs eftir að lík lögreglumannsins Simons Bergeland finnst þar grafið í fjöru. Hann á ekki góðar minningar frá Stafangri. Þar fór líf hans fjandans til og hann missti vinnuna.
Við skulum ekki vaka Heine Bakkeid Ugla Thorkild Aske heldur með systur sinni til Íslands að heimsækja aldraðan föður þeirra, Úlf, sem glímir við krabbamein. Úlfur er mikill umhverfissinni og á að baki litríka ævi í endalausu stríði við íslensk stjórnvöld. Á Íslandi sogast Thorkild inn í morðmál sem tengjast umhverfisvernd og virkjanaframkvæmdum – og æsilegir leikar berast um landið.
Vítislogar Heimur í stríði 1939–1945 Max Hastings Ugla Í fjóra áratugi hefur Max Hastings rannsakað og skrifað um ólíka þætti heimsstyrjaldarinnar síðari. Í þessari bók dregur hann saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár 20. aldar. Hvernig var að upplifa þennan tíma? Æsispennandi en djúphugul frásögn af hræðilegustu árum ...
Vítislogar – kilja Heimur í stríði 1939–1945 Max Hastings Ugla Heimsstyrjöldin síðari kostaði um 60 milljónir manna lífið – að meðaltali 27 þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar voru rústir einar. Í þessari bók dregur Max Hastings saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár 20. aldar.
Þögn – á öld hávaðans Erling Kagge Ugla Í þessari einstöku bók spyr norski ævintýramaðurinn Erling Kagge þriggja spurninga: Hvað er þögn? Hvar er hún? Af hverju er þögnin núna mikilvægari en nokkru sinni í sögu mannkyns? Í kjölfarið gerir hann 33 tilraunir til að svara þessum spurningum.