Kóreustríðið 1950–1953
Hinn 25. júní 1950 hófust ein blóðugustu stríðsátök 20. aldar þegar kommúnistastjórnin í Norður-Kórea réðst inn í Suður-Kóreu. Rauða-Kína og Sovétríkin studdu Norður-Kóreu gegn fjölþjóðlegu herliði lýðræðisþjóða sem barðist undir fána Sameinuðu þjóðanna. Í þrjú ár rambaði heimsbyggðin á barmi þriðju heimsstyrjaldar.