Brandarar, gátur og þrautir 2

Geggjuð blanda

Forsíða bókarinnar

Brandarar, gátur og þrautir er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er.

Brandararnir eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði þrælþungar og laufléttar. Því ættu allir að geta haft gagn og gaman af þessari smellnu bók.

Hér kemur ein lauflétt gáta:

Hvernig er hægt að skrifa vatn með tveimur bókstöfum? ...

Þú finnur svarið við þessari og mörgum öðrum sniðugum gátum í þessari skemmtilegu bók.