Höfundur: Guðjón Ingi Eiríksson

Spurningabókin 2022

Spennandi spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna

Hér er enn ein spurningabókin úr smiðju Bókaútgáfunnar Hóla en hún er sú tuttugasta og þriðja í þessum bókaflokki, sem skartað hefur einni bók árlega frá 1999 að einu ári undanskyldu. Þessar bækur hafa allar notið mikilla vinsælda, eins og spurningaleikir almennt gera og vafalítið verður svo um ókomna tíð.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fótboltaspurningar 2021 Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Hver var aðalmarkvörður Ítala á EM 2020? Hvers son er Böddi löpp? Hvaða náttúrufyrirbæri má sjá í merki Stjörnunnar? Hvaða félag heldur Símamótið í knattspyrnu fyrir yngri flokka stúlkna? Hvernig er fallbyssan í merki Arsenal á litin? Hvaða þýska Bundeslígulið hefur viðurnefnið Úlfarnir? Hér er farið út úm víðan völl og spurt um fjölmargt úr kna...
Spurningabókin 2021 Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Kettir mjálma og gelta en hvað gera hestar? Hvernig eru skórnir hans Mikka músar á litinn? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Hvort fæða krókódílar lifandi afkvæmi eða verpa eggjum? Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.
Spæjarahundurinn Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Hann hefur oft komist í hann krappann en þó aldrei eins og nú. Hann þarf á öllu sínu að taka - og jafnvel meiru til - ef ekki á illa að fara. Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spen...