Höfundur: Guðjón Ingi Eiríksson

Marcus Rashford

Markaskorarinn með gullhjartað

Marcus Rashford er knattspyrnumaður á heimsmælikvarða og miklu meira en það. Hann skorar ekki aðeins mörk í öllum regnbogans litum heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín vegna fátæktar og sömuleiðis gegn kynþáttafordómum. Í þessari bók er saga Rashford rakin, innan vallar og utan.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Brandarar, gátur og þrautir 2 Geggjuð blanda Bókaútgáfan Hólar Brandarar, gátur og þrautir er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er.
Ég verð að segja ykkur - Ingvar Viktorsson lætur gamminn geisa Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Ingvar Viktorsson er magnaður sagnamaður og hér eru óteljandi sögur, af honum sjálfum og samferðafólki hans, t.d. Hauki pressara, Blakki, Gunnu á Stöng, Gísla bónda. Hallsteini Hinrikssyni, Bigga Björns, Bergþóri Jóns, Helga Ragg, Pat Quinn, Bogdan handboltaþjálfara, Hansa Guðmunds, Muggi og eru þá fáir nefndir.
Fótboltaspurningar 2021 Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Hver var aðalmarkvörður Ítala á EM 2020? Hvers son er Böddi löpp? Hvaða náttúrufyrirbæri má sjá í merki Stjörnunnar? Hvaða félag heldur Símamótið í knattspyrnu fyrir yngri flokka stúlkna? Hvernig er fallbyssan í merki Arsenal á litin? Hvaða þýska Bundeslígulið hefur viðurnefnið Úlfarnir? Hér er farið út úm víðan völl og spurt um fjölmargt úr kna...
Fótboltaspurningar 2022 Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Ágæti lesandi! Þá hefur enn ein Fótboltaspurningabókin skotist út úr prentvélunum og vonandi fellur hún vel í kramið eins og hinar fyrri. Hér er víða komið við, innan knattspyrnunnar, bæði á Íslandi og erlendis og auðvitað er sérstakur kafli um íslenska kvennalandsliðið á Evrópumótinu 2022.
Jólasveinarnir í Esjunni Lárus Haukur Jónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Lalli er nýkominn úr erfiðum fótboltaleik og nennir ekki að fara með foreldrum sínum og Dísu systur sinni á Esjuna að honum loknum. Hann er dauðþreyttur en fer þó samt og sér sko ekki eftir því þar sem óvænt ævintýri bíður hans.
Spurningabókin 2021 Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Kettir mjálma og gelta en hvað gera hestar? Hvernig eru skórnir hans Mikka músar á litinn? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Hvort fæða krókódílar lifandi afkvæmi eða verpa eggjum? Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.
Spurningabókin 2022 Spennandi spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Hér er enn ein spurningabókin úr smiðju Bókaútgáfunnar Hóla en hún er sú tuttugasta og þriðja í þessum bókaflokki, sem skartað hefur einni bók árlega frá 1999 að einu ári undanskyldu. Þessar bækur hafa allar notið mikilla vinsælda, eins og spurningaleikir almennt gera og vafalítið verður svo um ókomna tíð.
Spæjarahundurinn Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Hann hefur oft komist í hann krappann en þó aldrei eins og nú. Hann þarf á öllu sínu að taka - og jafnvel meiru til - ef ekki á illa að fara. Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spen...