Brostu

Forsíða kápu bókarinnar

Þegar Raina var stelpa braut hún í sér tennur og þurfti spangir. Síðar skrifaði hún líflega barnabók um reynslu sína.

Ragna vill bara vera venjuleg stelpa í sjötta bekk. En eftir eina skátaferðina skaðar hún á sér tvær framtennur. Við tekur tími sem einkennist af kvölum og heimsóknum til tannlæknis. Hún fær spangir. Fyrir utan allt þetta dynur yfir jarðskjálfti, strákarugl, og vinir sem eru ekki svo vinalegir. En Ragna bítur á jaxlinn og reynir að standa þetta af sér, því hún á sér bara einn draum og hann er að geta ... brosað.