Niðurstöður

  • Helgi Jónsson

Dagbók Kidda klaufa 14

Brot og braml

Kiddi klaufi er vinsælasti bókaflokkur heims, enda er Kiddi langskemmtilegastur og fær alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki. Foreldrar Kidda erfa mikla peninga og velta vöngum yfir því hvað þau eigi að gera við þá. Mamma Kidda vill endurinnrétta húsið en Kiddi er ekki sannfærður. Enda kemur margt skrítið í ljós þegar framkvæmdir við húsið hefjast.

Dagbók Kidda klaufa 15

Á bólakafi

Fjölskylda Kidda leggur upp í langt ferðalag á húsbíl. Eins og oft gerist hjá fjölskyldunni gengur allt á afturfótunum. Má líka segja að mikið vatnsveður einkenni þetta ferðalag enda allt á bólakafi! Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Helgi Jónsson er margverðlaunaður fyrir þýðingar sínar á Kidda.

Fagurt galaði fuglinn sá

Dásamleg fuglabók með hljóðum sem á sér engan líka. Fuglar heimsins eru falleg og forvitnileg dýr. Þeir fljúga frjálsir um loftin blá og hver og einn syngur með sínu nefi. Í þessari bók kynnist þú fuglum af ýmsum tegundum og meira að segja hvers konar hljóð þeir gefa frá sér. Þú smellir á takkann, hlustar á hið fagra fuglagal og kvakar með.

Harmaborgin

Efni ljóðanna á sér stað á friðsælum reit, kirkjugarði, sem tekur á sig hrollvekjandi myndir þegar svo ber undir. Flest eru ljóðin fram sett af mildi og stemningin snertir hug og hjarta lesenda. Ég er býsna lukkulegur með þessi ljóð og titillinn er afbragðsorðaleikur. – Gísli Rúnar Jónsson

Leyndarmál Lindu 8

Sögur af ekki-svo gömlu ævintýri

Lífið leikur við Lindu sem aldrei fyrr. Eða hitt þó heldur! Hún á eina vinkonu sem gerir henni lífið leitt! Stundum er erfitt að vera vinur allra. Bókaflokkurinn um leyndarmál Lindu er gríðarvinsæll um allan heim, en hér er komin 8. bókin í íslenskri þýðingu hins margverðlaunaða þýðanda Helga Jónssonar.

Randver kjaftar frá

Geggjaðar draugasögur

Randver heldur áfram að kjafta frá. Nú vill hann segja spennandi draugasögur. Randver gæti þess vegna verið efni í stórskáld þó svo að Kiddi klaufi, sem á að heita besti vinur hans, efist um það. Geggjaðar draugasögur er sú þriðja í röðinni af fáránlega fyndnum sögum af besta vini Kidda klaufa.