Ást á ströndinni
Ensk fertug kona fer í sumarfrí til Frakklands til að elta uppi tuttugu ára gamla ást.
Ensk fertug kona fer í sumarfrí til Frakklands til að elta uppi tuttugu ára gamla ást.
Þegar Raina var stelpa braut hún í sér tennur og þurfti spangir. Síðar skrifaði hún líflega barnabók um reynslu sína.
Sull og bull
Hér er komin 19. bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims. Stórfjölskyldan er öll saman í fríi. Þetta er uppskrift að stórslysi – en uppskriftir koma einmitt hér við sögu, því kjötbollurnar hennar ömmu eru orðnar frægar og uppskriftin er algjört leyndarmál. Það hlýtur að sjóða upp úr þessum kraumandi fjölskyldupotti.
Nýr myndskreyttur barnabókaflokkur um krakka sem fá eitthvað á heilann!
Þriðja bókin, óbeint framhald af Bónorðunum tíu og Innsta kroppi í búri. Hér halda ófarir aðalpersónanna áfram. „Einhver allra fyndnasta og skemmtilegasta bók sem ég hef lesið.“ Laddi.
Bók sem þú snertir og skynjar
Í þessari bók kynnist þú tíu gæludýrum. Skoðaðu dýrin og klappaðu þeim með því að snerta efnið á hverri síðu.
Hljóð í tíu sjávardýrum
Dýfðu þér ofan í fallegan töfraheim hafsins og skoðaðu höfrunga sem stökkva og krabba sem veifa. Ýttu á takkana til að heyra hljóðin í dýrunum. Fallegar myndir af sjávardýrum og skemmtilegur fróðleikur um falleg dýr á hverri blaðsíðu.
Bók sem er í laginu eins og bíll. Skemmtileg leið til að efla áhugann á að læra að telja. Litríkar myndir hjálpa börnum við að skoða hluti og læra orð. Hoppaðu með á talnarútuna!
Beint framhald af Bónorðunum tíu.
Sögur af ekki-svo vinalegum óvini
Linda kemst að því að hún þarf að fara í Norðurskólann í heila viku sem skiptinemi. Sem er hræðilegt því þar ræður óvinur hennar númer eitt, Hildur Hermundar, ríkjum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.
Hljóð í tíu villtum dýrum
Opnaðu inn í villtar óbyggðir og skoðaðu kameldýr sem ferðast um í brennheitri eyðimörk og kóalabjörn sem tyggur lauf uppi í tré. Ýttu á takkana til að heyra hljóðin í þeim. Fallegar myndir af villtum dýrum og skemmtilegur fróðleikur á hverri blaðsíðu.
Sköpum nýjan heim með fingrunum. Smellum litum á fingurna og byrjum að mála! Örugg olía og skemmtilegar myndir.
Nýr myndskreyttur barnabókaflokkur um krakka sem fá eitthvað á heilann!
Bók sem þú snertir og skynjar
Í þessari bók kynnist þú tíu villtum dýrum. Skoðaðu dýrin og klappaðu þeim með því að snerta efnið á hverri síðu.
Hvað gera dýrin áður en þau bjóða góða nótt? Hjúfraðu þig upp að smáfólkinu þínu og svífið saman inn í draumaheima með dýrunum undir stjörnuprýddum himni.
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Blóðsnjór | Helgi Jónsson | Bókaútgáfan Tindur | Gamall maður stingur af frá Hrafnistu. Hvert leið hans liggur veit enginn. Leiðarvísirinn er gömul bróðurminning sem engum er annt um nema honum. Það er verk sem þarf að klára áður en hann yfirgefur þetta jarðlíf, því sumar bernskuminningar hverfa aldrei. Blóðsnjór er saga um ást sem nær út fyrir gröf og dauða. |
| Bónorðin tíu | Helgi Jónsson | Bókaútgáfan Tindur | Gamansaga úr íslenskum veruleika. |
| Dagbók Kidda klaufa 14 Brot og braml | Jeff Kinney | Sögur útgáfa | Kiddi klaufi er vinsælasti bókaflokkur heims, enda er Kiddi langskemmtilegastur og fær alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki. Foreldrar Kidda erfa mikla peninga og velta vöngum yfir því hvað þau eigi að gera við þá. Mamma Kidda vill endurinnrétta húsið en Kiddi er ekki sannfærður. Enda kemur margt skrítið í ljós þegar framkvæmdir við h... |
| Dagbók Kidda klaufa 15 Á bólakafi | Jeff Kinney | Sögur útgáfa | Fjölskylda Kidda leggur upp í langt ferðalag á húsbíl. Eins og oft gerist hjá fjölskyldunni gengur allt á afturfótunum. Má líka segja að mikið vatnsveður einkenni þetta ferðalag enda allt á bólakafi! Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Helgi Jónsson er margverðlaunaður fyrir þýðingar sínar á Kidda. |
| Dagbók Kidda klaufa 18 Ekkert mál | Jeff Kinney | Sögur útgáfa | Hér er komin 18. bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims. Skólagangan hjá Kidda klaufa hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann er því ekkert of órólegur þegar fréttist að eigi að loka skólanum vegna skemmda, en brátt fara að renna tvær grímur á Kidda. Íslenskar þýðingar Helga Jónssonar á Kidda klaufa eru margverðlaunaðar. |
| Eini sanni Ívan | Katherine Applegate | Bókaútgáfan Tindur | Ívan er górilla og á heima í verslunamiðstöð. Hann er spenntur fyrir sjónvarpinu, og að tala við vini sína Bubba, sem er flækingshundur, og Stellu, sem er gamall fíll. Og þá kemur Rósa, ungur fíll sem hefur verið tekin frá fjölskyldu sinni. Ívan setur sér það markmið að Rósu líði vel á nýja staðnum, og best væri ef hún kæmist í alvöru dýragarð. |
| Fagurt galaði fuglinn sá | Helgi Jónsson og Anna Margrét Marinósdóttir | Sögur útgáfa | Dásamleg fuglabók með hljóðum sem á sér engan líka. Fuglar heimsins eru falleg og forvitnileg dýr. Þeir fljúga frjálsir um loftin blá og hver og einn syngur með sínu nefi. Í þessari bók kynnist þú fuglum af ýmsum tegundum og meira að segja hvers konar hljóð þeir gefa frá sér. Þú smellir á takkann, hlustar á hið fagra fuglagal og kvakar með. |
| Harmaborgin Ljóð úr kirkjugarði | Helgi Jónsson | Bókaútgáfan Tindur | Efni þessara ljóða, sem er fremur dulúðlegt, á sér stað á friðsælum reit, kirkjugarði, sem getur tekið á sig hrollvekjandi myndir þegar svo ber undir. Flest eru ljóðin fram sett af nokkurri mildi, með undantekningum, og stemningarnar ná að snerta huga og hjarta lesandans. |
| Harmaborgin | Helgi Jónsson | Sögur útgáfa | Efni ljoðanna a ser stað a friðsælum reit, kirkjugarði, sem tekur a sig hrollvekjandi myndir þegar svo ber undir. Flest eru ljoðin fram sett af mildi og stemningin snertir hug og hjarta lesenda. Eg er bysna lukkulegur með þessi ljoð og titillinn er afbragðsorðaleikur. – Gisli Runar Jonsson |
| Íslensku dýrin okkar | Anna Margrét Marinósdóttir og Helgi Jónsson | Sögur útgáfa | Dýrin tala. Þau brosa og hlæja, hrína, hneggja, gelta og gala og eru stundum með stæla! Í þessari bráðskemmtilegu bók kynnist þú íslensku húsdýrunum og forvitnilegum fuglum og sjávardýrum sem lifa í náttúrunni við landið okkar. Og þú færð meira að segja að heyra hvernig hljóð þau gefa frá sér. |
| Leyndarmál Lindu 10 Sögur af ekki-svo frábærri hvolpafóstru | Rachel Renée Russell | Sögur útgáfa | Linda og bestu vinir hennar fara út í leyniverkefni: að bjarga sjö hvolpum og Móru mömmu þeirra. Til þess þarf Linda að fela hundana fyrir foreldrum sínum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt. |
| Leyndarmál Lindu 8 Sögur af ekki-svo gömlu ævintýri | Rachel Renée Russell | Sögur útgáfa | Lífið leikur við Lindu sem aldrei fyrr. Eða hitt þó heldur! Hún á eina vinkonu sem gerir henni lífið leitt! Stundum er erfitt að vera vinur allra.Bókaflokkurinn um leyndarmál Lindu er gríðarvinsæll um allan heim, en hér er komin 8. bókin í íslenskri þýðingu hins margverðlaunaða þýðanda Helga Jónssonar. |
| Leyndarmál Lindu 9 Sögur af ekki-svo-mikilli dramadrottningu | Rachel Renée Russell | Sögur útgáfa | Hvað gerist þegar versta óvinkonan stelur dagbókinni þinni? Leyndarmál Lindu eru nefnilega ótal mörg og fer þeim fjölgandi með hverri bókinni. Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fyndar og fjörlegar teikningarnar á hverri síðu og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt. |
| Dagbók Kidda klaufa 16 Meistarinn | Jeff Kinney | Sögur útgáfa | Nú ætlar hann Kiddi klaufi að verða við ósk mömmu sinnar, sem gefst aldrei upp á því að gefa stráknum góð ráð, og gerast íþróttahetja. Ekkert mál! Nema hvað. Kiddi kemst að því að það er ekki svo auðvelt að verða góður í íþróttum, hvað þá hetja. Að maður tali nú ekki um ef þú ætlar að verða MEISTARI! Ætli það takist hjá Kidda?! |
| Randver kjaftar frá Geggjaðar draugasögur | Jeff Kinney | Sögur útgáfa | Randver heldur áfram að kjafta frá. Nú vill hann segja spennandi draugasögur. Randver gæti þess vegna verið efni í stórskáld þó svo að Kiddi klaufi, sem á að heita besti vinur hans, efist um það. Geggjaðar draugasögur er sú þriðja í röðinni af fáránlega fyndnum sögum af besta vini Kidda klaufa. |
| Dagbók Kidda klaufa 17 Rokkarinn reddar öllu | Jeff Kinney | Sögur útgáfa | Hér er komin sautjánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims, Dagbók Kidda klaufa. Kiddi klaufi vill verða frægur og ríkur. En hvernig fer maður að því? Jú, með því að vera í hljómsveit. Íslenskar þýðingar Helga Jónssonar á bókunum eru margverðlaunaðar. Kiddi klaufi fær alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki. |
| Leyndarmál Lindu Sögur af ekki-svo frábærri hvolpafóstru | Rachel Renée Russell | Sögur útgáfa | Linda og bestu vinir hennar fara út í frekar sérstakt leyniverkefni: að bjarga sjö hvolpum og Móru mömmu þeirra. Til þess þarf Linda að fela hundana fyrir foreldrum sínum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt. |
| Undirheimar | Helgi Jónsson | Bókaútgáfan Tindur | Ester er 10 ára stelpa sem kemur ekki heim eitt kvöldið. Leit að henni stendur í sex daga. Þá birtist hún skyndilega og enginn trúir hvar hún hefur verið. |
| Valli litli rostungur – ævintýri byggt á sannri sögu | Helgi Jónsson, Edda Elísabet Magnúsdóttir og Anna Margrét Marinósdóttir | Sögur útgáfa | Dag einn birtist óvænt lítill rostungur á bryggju í bæ við strendur Íslands. Þetta er hann Valli litli sem er svangur eftir langt ferðalag. Það er ekki auðvelt að vera sex ára áttavilltur rostungur sem hefur týnt mömmu sinni. Skyldi hún enn vera á lífi? Lestu og hlustaðu á hljóð sjávardýranna. Þú getur líka hlustað á Jóhann Sigurðarson lesa söguna. |