Niðurstöður

  • Friðrik Rafnsson

Brúðarkjóllinn

Barnfóstran Sophie er þjökuð af skelfilegum minningaleiftrum úr fortíðinni og öllu sem henni tekst ekki að muna og hún vill ekki muna. Þegar litli drengurinn sem hún gætir er myrtur og sönnunargögnin benda á hana fer hún í felur, lifir á jaðri samfélagsins. Lögreglan finnur hana ekki – en einhver veit hvar hún er og fylgist með hverju skrefi hennar.

Hættuleg sambönd

Í þessari frægustu bréfaskáldsögu allra tíma segir af Merteuil markgreifynju og Valmont vísigreifa, lífsreyndu og kaldrifjuðu aðalsfólki sem finnst vanta krydd í tilveruna. Þau ákveða að draga fólk á tálar ýmist sér til skemmtunar eða í hefndarskyni og skrifast á um árangurinn. Úr verður magnað manntafl þar sem allar hvatir og tilfinningar mannsins takast á.

Í landi annarra

Myndarlegur liðsforingi frá Marokkó fangar hug frönsku stúlkunnar Mathilde og hún fylgir honum til heimalands hans. Með ástina og hugrekkið að vopni tekst hún á við framandi samfélag í hrjóstrugu landi og mætir erfiðleikum og fordómum úr öllum áttum. Leïla Slimani sló í gegn með Barnagælu, sem hlaut hin virtu Goncourt-verðlaun.