Chouette

Forsíða kápu bókarinnar

Barnið sem Ögn fæðir á margt skyldara með uglu en mennsku barni og nærist því og leikur sér á annan hátt en við eigum að venjast. Pabbinn vill láta „leiðrétta“ barnið og af þeim sökum eru reynd ýmis lyf og sérskólar.

Chouette var á langlistanum yfir bækur tilnefndar til Pen/Faulkner-verðlaunanna og hlaut alþjóðlegu William Saroyan-verðlaunin árið 2022.

Höfundurinn, Claire Oshetsky, hefur látið hafa eftir sér að Chouette byggi á eigin reynslu af því að ala upp einhverfa dóttur en hán á tvö uppkomin börn.

Skáldsaga þessi er á stundum í anda absúrd-leikhúss og óraunverulegra kvikmynda og hefur henni verið líkt við skrif Franz Kafka. Að mati þýðandans er Chouette ekki síst í anda Svövu Jakobsdóttur.