Dans jaðrakansins
Önnur ljóðabók Guðmundar Andra, sem áður hefur sent frá sér skáldsögur, greinasöfn og endurminningar auk annars efnis af ýmsu tagi. Hér er ort af einlægni, visku og kímni um náttúruna, tímann, mannfólkið, orðin og eilífðina – björt og myndrík ljóð sem kveikja ótal hugsanir og kenndir, opna dyr og nýja heima.