Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson

Flugur og fleiri verk

Ljóðbókin Flugur eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1922. Mun hún vera fyrsta bókin á Íslandi sem eingöngu hafði að geyma prósaljóð. Hún er endurútgefin í tilefni af hundrað ára ártíð höfundar. Í þessa útgáfu hefur auk þess verið safnað öðrum ljóðum og textum Jóns. Guðmundur Andri Thorsson ritar eftirmála.

Og þaðan gengur sveinninn skáld

Samferðamenn, vinir og kollegar minnast Thors Vilhjálmssonar hundrað ára

Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors Vilhjálmssonar, eins frumlegasta höfundar okkar, minnast samferðamenn, vinir og kollegar hans og varpa ljósi á þennan flókna og margbrotna höfund. Hér birtast stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar auk brota úr verkum Thors. Innleggin eru um 40 og í bókinni er fjöldi mynda.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Rimsírams Guðmundur Andri Thorsson Forlagið - JPV útgáfa Þessi fjörlega bók geymir skáldskap og skoðanir, minningar og mas, brýningar og boðskap – allrahanda rimsírams. Guðmundur Andri lýsir hér hversdögum og sparidögum, morgunstundum og draumanóttum, rýnir í fortíð og samtíð og framtíð, sjálfan sig og samfélagið. Stílvopnið er vel yddað og lesendum boðið upp í dans við orð og hugmyndir um allt sem er.
Synir himnasmiðs Guðmundur Andri Thorsson Forlagið - Mál og menning Hér segir af tólf karlmönnum og regnvotum vordegi í lífi þeirra. Þetta eru ólíkir menn á ýmsum aldri, feður, synir og bræður, vinir, eiginmenn og elskhugar. Atvik dagsins og lífssögur þeirra þræðast og bindast saman svo úr verður þéttur vefur umleikinn tónlist og trega. Þessi fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra í rúman áratug er seiðandi, djúp og hlý.