Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dulstafir - bók 1 Dóttir hafsins

Forsíða bókarinnar

Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru og ofan í undirdjúpin. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni. Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins.