Útgefandi: Björt bókaútgáfa - Bókabeitan

9. nóvember

Fallon kynnist Ben, upprennandi rithöfundi, daginn áður en hún hyggst flytja þvert yfir landið. Þau laðast hvort að öðru og ákveða að verja saman síðasta deginum hennar í Los Angeles. Viðburðarík ævi Fallon veitir Ben innblástur að hans fyrstu skáldsögu og þau ákveða að hittast árlega á þessum sama degi til að fylla inn í söguþráðinn.

Brúðkaup í Paradís

Catherine Swift er drottning ástarsagnanna og hefur trónað á toppi metsölistanna í áratugi. Hennar eigið ástarlíf hefur ekki verið eins farsælt og hefur það valdið álagi á samband hennar við dæturnar tvær. Catherine býður dætrum sínum í fjórða brúðkaupið sitt og þegar systurnar koma á eyjuna hafa þær afar ólíkar væntingar til þess sem í vændum er.

Jólabókaklúbburinn

Maple Sugar gistihúsið er fullkomið fyrir jóladekurferð enda er það fullbókað allan desember. Hótelstýran Hattie Coleman er kornung ekkja og einstæð móðir og hennar eina ósk er að komast klakklaust gegnum jólavertíðina. Þegar Erica, Claudia og Anna mæta í vikulanga bókaklúbbadvöl á gistihúsið grípa örlögin í taumana.

Dulstafir Orrustan um Renóru

Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjuna er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra.