Útgefandi: Björt bókaútgáfa - Bókabeitan

Sumar í strand­hús­inu

Þegar meistarakokkurinn Cliff Whitman deyr í bílslysi breytast aðstæður Joönnu Whitman á svipstundu. Þrátt fyrir skilnað vegna síendurtekins framhjáhalds er áhugi slúðurblaðamanna á henni enn sá sami. Þegar hún kemst að því að unga konan sem var með fyrrverandi eiginmanni hennar í bílnum er ólétt, finnur Joanna sig knúna til að bregðast við.

Veðurteppt um jólin

Fjölskyldujól og óvæntur gestur! Miller-systkinin; Ross, Alice og Clemmie eru á leið heim til foreldra sinna yfir jólin. Lucy Clarke sér fram á mögulegan starfsmissi í nýársgjöf – nema hún geti fengið Ross Miller í samstarf. Þegar Lucy birtist á tröppunum hjá Miller-fjölskyldunni halda þau að hún sé kærasta Ross og taka henni fagnandi.

Þessu lýkur hér

Stundum er það sá sem maður elskar mest sem særir dýpst. Lífið hefur ekki alltaf verið Lily auðvelt og hún hefur þurft að leggja hart að sér. Hún komst frá smábænum sem hún ólst upp í, útskrifaðist úr háskóla, flutti til Boston og stofnaði eigið fyrirtæki. Þegar hún kynnist heila- og taugaskurðlækninum Ryle virðist lífið hreinlega of gott ...