Útgefandi: Björt bókaútgáfa - Bókabeitan

Prettir í paradís

Anna hafði ekki hitt fyrrverandi eiginmann sinn í þrjú ár þegar hann bankar upp á í litlu leiguholunni hennar og vill fá hana með sér í fjölskyldubrúðkaup á paradísareyju. Fjölskylda hans heldur að þau séu enn gift, sem skiptir máli vegna skilmála í erfðaskrá afa hans. Anna yrði á launum og hana vantar pening - hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?

Vinkonur að eilífu

Fræg leikkona flýr skandal í Hollywood og leitar á náðir vinkonu sem rekur afskekkt íbúðahótel á fögrum stað í Englandi. Æskuvinkonurnar Millý og Nicole hafa alltaf ræktað sína nánu vináttu þrátt fyrir að aðstæður þeirra gætu varla verið ólíkari. Eða allt þar til Nicole snýr baki við Millý þegar hún þarf mest á stuðningi að halda.