Niðurstöður

  • Björt bókaútgáfa - Bókabeitan

Dulstafir - bók 1

Dóttir hafsins

Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru og ofan í undirdjúpin. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni. Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins.

Dvergurinn frá Normandí

Fjórar ungar stúlkur sitja við útsaum undir leiðsögn fanga og dvergs. Sagan gerist í klaustri á Englandi og fléttar saman sögur af saumastúlkunum fjórum og frásögn af sannsögulegum atburðum sem enduðu í mannskæðri orrustu við Hastings. Sannir örlagaatburðir eru listilega ofnir inn í lifandi frásögn um vaknandi meðvitund unglinganna um ástina og illsku mannann

Farangur

Ylfa stendur á brautarpallinum, loksins búin að gera upp hug sinn. Hún verður að komast burt. Undir eins, áður en hann vaknar. Ekkert má koma í veg fyrir að hún komist af stað. Ekki einu sinni þessi óvænti farangur sem hún fær í fangið. Farangur er grípandi og hrollvekjandi spennusaga sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en að lestri loknum.

Fjölskylda fyrir byrjendur

Flora Donovan er í draumastarfinu, einhleyp í New York og hefur aldrei fundist hún tilheyra neins staðar þar til hún kynnist Jack Parker og dætrum hans, Izzy og Molly. Nýja sambandið reynist Floru mikil áskorun því draugar fortíðar gætu eyðilagt allt sem hana hefur dreymt um. Dásamleg saga um ást, vináttu, sorg, fjölskyldulíf og fyrirgefningu.

Húðin - og umhirða hennar

Langar þig að: Læra að greina þína húðgerð? Læra að velja húðvörur sem henta þinni húð? Læra að setja saman persónulega húðrútínu? Fræðast um innihaldsefni húðvara? Húðin og umhirða hennar inniheldur margvíslegan fróðleik um húðina og hvernig best er að annast hana. Kristín Sam hefur áralanga þekkingu og reynslu af húð- og snyrtivörum.

Húsið í september

Bærinn Gálgi stendur á afskekktri eyju og Áróra þráir ekkert heitar en komast þaðan. Hún forðast bæinn og allir í bænum forðast hana, allir nema Nói, hennar eini vinur. En þótt Áróra vilji burt af eyjunni virðist eyjan ekki tilbúin að sleppa henni. Húsið í september kallar og þar er Áróru beðið af mikilli eftirvæntingu.

Vetrarfrí í Hálöndunum

Í huga systranna Samönthu og Ellu Mitchell eru jólin dýrmætasti tími ársins, hátíð kærleika og samveru. Umfram allt eru þær þó að bæta upp fyrir jólin sem þær fengu ekki að njóta í æsku. Í ár stefnir í að þær muni verja þeim með óvæntum gesti, móður sinni sem þær hafa ekki verið í sambandi við í fimm ár. Stundum er ekki hægt að halda áfram nema líta aðeins til baka.

Villueyjar

Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.