Höfundur: Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Dulstafir Orrustan um Renóru

Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjuna er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Dulstafir Bronsharpan Kristín Björg Sigurvinsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Nýr andstæðingur. Nýir bandamenn. Meiri máttur. Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt?
Dulstafir - bók 1 Dóttir hafsins Kristín Björg Sigurvinsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru og ofan í undirdjúpin. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni. Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins.
Ráðgátugleraugun Kristín Björg Sigurvinsdóttir Bókabeitan Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fáir að fara með í gistingu til ömmu og afa.