Dóu þá ekki blómin?

Forsíða kápu bókarinnar

Elínborg situr á handriðinu og horfir yfir spegilslétt vatnið. Þetta er kveðjustund sem endist ævilangt. Þessi staður hefur verið henni skjól þegar heimurinn virtist ætla að klofna. Vatnið í sveitinni er gárað af óuppgerðum áföllum og brotin fjölskylda setur svip sinn á ljóma æskuáranna. Kraftmikil og kímin skáldævisaga Guðrúnar Guðlaugsdóttur.

Elínborg situr á handriðinu og horfir yfir spegilslétt vatnið. Þetta er í senn eilíft andartak og endalok. Þetta er kveðjustund sem endist ævilangt. Stúlkunni verður hugsað til sumranna sem hún hefur varið á Sólvöllum, þar sem hún sleit barnaskónum og lærði svo ótalmargt um lífið, um mannlegt eðli og siði í sveitinni. Þessi staður hefur verið henni tímabundið skjól, þegar heimurinn virtist ætla að klofna, og verður til enda hjartnæmt athvarf. En dýrmætum minningum fylgir líka sár söknuður og tilfinning um að lífið hafi ekki verið eins einfalt og barnsaugun sáu það. Spegilslétt vatnið í sveitinni er gárað af óuppgerðum áföllum og brotin fjölskylda setur svip sinn á dýrð og ljóma æskuáranna. Dóu þá ekki blómin er kraftmikil og kímin saga, byggð á endurminningum Guðrúnar Guðlaugsdóttur rithöfundar og blaðamanns.