Draugafans
Draugafans er hrollvekjandi spennusaga sem dregur upp nýja og nútímalega mynd af íslenskum menningararfi. Jaki Valsson vakti verðskuldaða athygli fyrir bók sína Miðsvetrarblót sem kom út á Storytel 2024, fyrstu bókinni í listilega skrifaðri sagnaseríu sem segja má með sanni að veki upp drauga fortíðar, hreinræktaða skelfingu og magnaða spennu.
Í móðuharðindunum á fyrri hluta átjándu aldar leggur efnaður stórbóndi bölvun á konuna sem hafnaði honum, sem og ætt hennar níu liði fram í tímann.
Tveimur og hálfri öld síðar ferðast systkini í bústað látins föður síns. Þau eiga í uppgjöri við fortíð fulla af harmi og dauða. Undarlegur fundur á geymslurisi bústaðarins verður kveikjan að atburðarás sem fléttar líf systkinanna saman við örlög liðinna kynslóða og leysir ógnvænleg öfl úr læðingi.
Meinvættir úr fortíð og nútíð, bæði þessa heims og annars, sækja að systkinunum og til að verjast þurfa þau að leita sér aðstoðar hjá skyldmennum sínum, lifandi sem liðnum, og horfast í augu við ískyggileg fjölskylduleyndarmál. Eftir því sem hætturnar stigmagnast í æsilegt uppgjör verða skilin á milli veruleika og ofsóknaræðis, fortíðar og nútíðar, lífs og dauða sífellt óljósari ...
Draugafans er hrollvekjandi spennusaga sem dregur upp nýja og nútímalega mynd af íslenskum menningararfi. Jaki Valsson vakti verðskuldaða athygli fyrir bók sína Miðsvetrarblót sem kom út á Storytel 2024, fyrstu bókinni í listilega skrifaðri sagnaseríu sem segja má með sanni að veki upp drauga fortíðar, hreinræktaða skelfingu og magnaða spennu.