Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ljósaserían: Draugagangur og Derby

  • Höfundur Ásrún Magnúsdóttir
  • Myndhöfundur Evana Kisa
Forsíða kápu bókarinnar

Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby! En æfingarnar breytast í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst!

Dularfullir atburðir í hjólaskautahöllinni gera það að verkum að það verður að loka henni. Með hjálp nýrra vina taka Eyvör og Milena málin í sínar hendur og reyna að leysa ráðgátuna.

Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.