Höfundur: Evana Kisa

Þín eigin saga 12 Gleðileg jól

Það er desember og þú ert í jólaskapi. Þig langar að renna þér á snjóþotu svo þú arkar upp í fjall. Í stórum helli sitja þrettán furðulegir kallar við varðeld og í myrkrinu glóa risastór kattaraugu. Þú ræður hvað gerist næst! Í tólftu bókinni í þessum vinsæla bókaflokki spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þín eigin þjóðsaga.

Þín eigin saga 11 Piparkökuborgin

Þú ert í gönguferð í skóginum þegar þú finnur sæta og góða lykt. Framundan er heil piparkökuborg. Góðlegar gamlar konur taka á móti þér og bjóða þér bakkelsi – eða eru þetta grimmar nornir sem ætla að lokka þig inn í bakarofn? Þú ræður hvernig sagan fer! Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið ævintýri.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljósaserían: Draugagangur og Derby Ásrún Magnúsdóttir Bókabeitan Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby! En æfingarnar breytast í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst!
Þín eigin saga Nýi nemandinn Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Dag einn, þegar þú ert á leiðinni í skólann, rekstu á snareðlu sem felur sig í runna. Ætlarðu að flýja eða taka hana með þér í kennslustund? Þú ræður hvað gerist! Þetta er tíunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki þar sem lesandinn ræður ferðinni. Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið tímaferðalag.
Þín eigin saga Rauðhetta Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Hér er sagan af Rauðhettu sögð á glænýjan hátt – því þú ræður hvað gerist! Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur því það eru mörg mismunandi sögulok. Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda og hér er komin stutt og litrík útgáfa af þessu alþekkta ævintýri sem hentar byrjendum í lestri.
Þín eigin ráðgáta Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Áttunda bókin í gríðarvinsælum bókaflokki þar sem lesandinn er söguhetjan og ræður ferðinni. Einn daginn vaknarðu og engin tækni virkar – hvorki símar né tölvur! Hvað í ósköpunum gerðist? Þér er falið að leysa gátuna en það er ekki einfalt. Hörkuspennandi saga með óvæntum vendingum og yfir 40 mögulegum sögulokum.