Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Orri óstöðvandi Draumur Möggu Messi

Forsíða bókarinnar

Loksins færðu að vita hvað Magga var valin í. Ekki nóg með það heldur ætlar Magga sjálf að segja þér frá því. Eða alveg þangað til hún lendir í sjúklega hræðilegum umboðsmönnum og ég þarf að bjarga málunum. Ég get alls ekki sagt þér meira án þessa að spilla fyrir lestrinum. En ef þér fannst MÖGGU MESSI BÓKIN skemmtileg þá áttu eftir að elska þessa.

„Spennustigið var við suðumark í stúkunni, áhorfendur voru allir staðnir upp úr sætunum sínum og út undan mér sá ég rauðbirkna gæslumanninn naga neglurnar sínar ákaft.“

Eftir að hafa örugglega verið að farast úr spenningi í tæpt ár færðu loksins að vita hvað Magga var valin í. Ekki nóg með það heldur ætlar Magga sjálf að segja þér frá því. Eða alveg þangað til hún lendir í sjúklega hræðilegum umboðsmönnum og ég þarf að bjarga málunum. Ég get alls ekki sagt þér meira án þessa að spilla fyrir lestrinum. En ef þér fannst MÖGGU MESSI BÓKIN skemmtileg þá á þér eftir að finnast þessi gjörsamlega STURLUÐ. Þú átt sko ekki eftir að geta lagt hana frá þér í eina sekúndu, ekki einu sinni til að fara á klósettið.

BJARNI FRITZSON hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna síðastliðin þrjú ár fyrir bækur sínar um Orra óstöðvandi . Bjarni er þekktur fyrir sjálfsstyrkingarvinnu sína með börnum og unglingum. Í þessum sívinsæla bókaflokki um vinina Orra og Möggu, vefur hann þekkingu sína á þeim málaflokki inn í skemmtilegar og spennandi sögur sem höfða til allra aldurshópa.