Höfundur: Bjarni Fritzson

Orri óstöðvandi Draumur Möggu Messi

Loksins færðu að vita hvað Magga var valin í. Ekki nóg með það heldur ætlar Magga sjálf að segja þér frá því. Eða alveg þangað til hún lendir í sjúklega hræðilegum umboðsmönnum og ég þarf að bjarga málunum. Ég get alls ekki sagt þér meira án þessa að spilla fyrir lestrinum. En ef þér fannst MÖGGU MESSI BÓKIN skemmtileg þá áttu eftir að elska þessa.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Orri óstöðvandi: Kapphlaupið um silfur Egils Bjarni Fritzson Út fyrir kassann Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á það þegar mamma og pabbi tilkynntu okkur Möggu að við værum að fara í gamaldags útilegu. En úr varð ein rosalegasta ferð allra tíma. Við tjölduðum við hliðina á andstyggilegum náunga sem við urðum að kenna smá lexíu, rákumst á sótilla þýska túrista, lentum í fingralöngum Fransmanni og glímdum við stórhættule...
Salka: Tölvuheimurinn Bjarni Fritzson Út fyrir kassann Eftir að Benedikt forseti hafði sett neyðarútgöngubann á um allt land kynnti hann Tölvuheiminn, sýndarveruleikaútgáfu af okkar eigin lífi, fyrir þjóðinni. Þar var hægt að gera allt sem maður vildi og verið nákvæmlega sá sem mann hefur alltaf dreymt um að vera. Þjóðin sökk djúpt ofan í Tölvuheiminn og ég hafði áhyggjur af því að við kæmumst aldre...