Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dýrlegt ímyndunarafl

Forsíða kápu bókarinnar

Lísa litla er fjörkálfur sem hermir eftir dýrunum. Hún öskrar eins og ljón, hoppar um hress og kát eins og kengúra og apar meira að segja eftir apa!

Í bókinni ber að líta litrík og skemmtileg dýr í bland við fjörugt ímyndunarafl. Útkoman er auðvitað kostuleg!

Að bregða á leik er barnanna kúnst.

Bókin er systrabók verksins Fjörugt ímyndunarafl sem hefur komið út í mörgum útgáfum.