| 100 fyrstu orðin |
|
Óðinsauga útgáfa |
Þessi bók er með 80 vandaða flipa til að lyfta upp. Þroskandi verkfæri til að auka orðaforða barna. |
| 100 myndskreyttir brandarar |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Fimm brandarabækur og allar hafa þær slegið í gegn. En þessi er stærri og flottari, og nú í fyrsta skipti eru allir brandararnir myndskreyttir og í lit! Þetta eru jafn stór tíðindi og þegar litasjónvarpið kom fyrst til landsins! Þessi bók er happafengur fyrir káta krakka sem elska að hlægja. |
| Amma og afi á ferðalagi |
Esther Murris |
Óðinsauga útgáfa |
Amma og afi eru alltaf til í smá fjör. Þó er það nú svo að þeim tekst oft að koma sér í klandur.
Í bókinni Amma og afi á ferðalagi eru gömlu brýnin áköf í að heimsækja barnabörnin sín og halda í ferð sem reynist mun
erfiðari en ætlað var í upphafi. |
| Bókaormur Léttlestrarbók |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Bókaormur er sniðug léttlestrarbók. Í bókinni er stuttur texti til að auðvelda börnum að læra að lesa. Fleiri léttlestrarbækur sem koma út í ár eru Undraverð dýr 3, Kóngulóagarður, Fastur í tölvuleikjum og Kanínan sem fékk ALDREI nóg. Það er markmiðið með bókunum að vekja forvitni barna og fá þau til að lesa. |
| Brandarar og gátur 6 |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Nei! Það dugði ekki að gefa út fimm bækur troðfullar af skemmtilegum bröndurum. Lesendur heimtuðu aðra bók! Brandarar og gátur 6! Húmor án hafta fyrir börn á öllum aldri! Öskrandi, grenjandi, verkjandi hlátur fylgir lestri bókarinnar. |
| Dýrabær |
Huginn Þór Grétarsson og George Orwell |
Óðinsauga útgáfa |
Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell á 74 myndskreyttum blaðsíðum. Verkið á brýnt erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og nota til eigin hagsbóta. Mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu. |
| Dýrlegt ímyndunarafl |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Lísa litla er fjörkálfur sem hermir eftir dýrunum. Hún öskrar eins og ljón, hoppar um hress og kát eins og kengúra og apar meira að segja eftir apa!
Í bókinni ber að líta litrík og skemmtileg dýr í bland við fjörugt ímyndunarafl. Útkoman er auðvitað kostuleg!
Að bregða á leik er barnanna kúnst. |
| Ekki opna þessa bók að eilífu |
Andy Lee |
Óðinsauga útgáfa |
Áttunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki. Í þessari bók ferðast lesandinn aftur í tíma í gegnum söguna alla leið aftur til Miklahvells. Bókin ýtir undir lestur barna. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. |
| Ekki opna þessa bók - ALDREI |
Andy Lee |
Óðinsauga útgáfa |
Ekki opna þessa bók! Aldrei! Þessar frábæru bækur hafa slegið í gegn hjá börnum. Þær hvetja þau til að lesa áfram með öfugri sálfræði og gamansömum uppákomum. Bókaflokkurinn hefur verið tilnefndur af börnum tvö ár í röð sem bestu þýddu barnabækurnar. |
| Fánar |
|
Óðinsauga útgáfa |
Bókin er sneisafull af áhugaverðum upplýsingum, með góðum útskýringarmyndum og ríkulega skreytt. Vonandi svarar hún öllum þínum spurningum og fræðir þig með fjölda áhugaverðra staðreynda um fána heimsins.
Það er sannkallað fjör að fræðast! |
| Ævintýri hinna fimm fræknu Fimm og ævintýri í vetrarfríinu |
Enid Blyton |
Óðinsauga útgáfa |
Smásaga eftir Enid Blyton skreytt glænýjum litmyndum:
Tommi tekur eftir mjög grunsamlegu fólki um borð í lest.
Hvað er svona óvenjulegt við einn farþegann? Hvernig munu hin fimm fræknu leysa þessa ráðgátu? |
| Fóa og Fóa feykirófa |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Ýmsar munnmælasögur hafa varðveist um Fóu og Fóu feykirófu. Þessi saga segir af því þegar Fóa feykirófa kastar Fóu úr heita og feita hellinum sínum. Fóa fer að gráta en þá koma þau eitt af öðru; lambið, ærin, sauðurinn og hrúturinn … Sagan um Fóu og Fóu feykirófu er ein vinsælasta þjóðsaga Íslendinga. |
| Ævintýri hinna fimm fræknu Hárið á Georg er of sítt |
Enid Blyton |
Óðinsauga útgáfa |
Georg vill bara komast í klippingu en hún flækist inn í mál bíræfinna þjófa. Júlli, Jonni og Anna eru of upptekin við ísát til að hjálpa til. Hver mun bjarga deginum? Hin fimm fræknu Júlli, Jonni, Georg, Anna og Tommi hafa glatt lesendur í meira en 70 ár! |
| Hvað veistu um tölvuleiki? |
Birkir Grétarsson og Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Hversu vel þekkirðu vinsælustu tölvuleikina? Í þessari bók er að finna fjölbreyttar spurningar fyrir alla tölvuleikjaspilara. Ungir spilarar eru á heimavelli þegar spurt er um nýjustu leikina en eldri spilarar fyllast fortíðarþrá þegar þeir rifja upp leiki sem umvöfðu æsku þeirra. Hvað er betra en að taka sér stutta pásu frá tölvuspilun og sprey... |
| Íslenskar draugasögur |
Svanhildur Sif Halldórsdóttir og Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Við Íslendingar eigum ríka sagnahefð sem teygir sig aftur til tíma landnámsmanna. Draugar, mörur, fylgjur, mórar, skottur og afturgöngur spila þar oftar en ekki stórt hlutverk. Þessar óvættir urðu ekki eftir í fortíðinni heldur eru hér enn og stundum stíga þær út úr myrkrinu. Í þessari bók má finna draugasögur frá nútímanum. |
| Léttlestrarbók Óvinir mínir Bakteríur og veirur |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókarinnar. Að klára að lesa bók fyllir þau sjálfsöryggi og stolti. Bókin hentar vel til að æfa lestur. |
| Risaeðlugarðurinn |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Þessi bók er sniðug fyrir börn sem heillast af risaeðlum. Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókarinnar.
Hentar vel fyrir börn sem eru að læra að lesa.
Aðrar nýjar bækur í sama flokki eru Alata á alvöru ísbjörn og Sæmi símasjúki. |
| Sagan af Gýpu |
|
Óðinsauga útgáfa |
Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppiltrýnu. Síðan heldur hún af stað. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á vegi hennar? Stórkostlegt íslenskt ævintýri. |
| Sálin hans Jóns míns |
|
Óðinsauga útgáfa |
Jón var ekki manna bestur í lifanda lífi. En kerlu hans þótti vænt um gallagripinn og ákvað að fara sjálf með sálina hans Jóns til himna. En skyldu þau María Mey og Jesús vilja veita honum inngöngu í himnaríki? Þessi bók inniheldur örlítið lengda útgáfu af þjóðsögu Jóns Árnasonar um Sálina hans Jóns míns. |
| Skrímsli sem bíta |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Skrímslin munu reyna að bíta lesandann! Litlu, sætu táslurnar og fingurna. Eða syngja svo hræðilega að krakka mun verkja í eyrun! Varastu þessa bók því hún er uppfull af gasalega fyndnum skrímslum. Krakkar taka þátt í sögunni með því að setja hönd inn í brúðuna. Önnur brúðubók í sama bókaflokki er Nammitröllið. |
| Slökkvilið |
|
Óðinsauga útgáfa |
Þessi bók fjallar um starf slökkviliðsmanna og tækjakost þeirra. Myndirnar lyftast upp úr síðunum þegar blaðsíðunum er flett. Vönduð spjaldabók, vegleg gjöf. |
| Sögur fyrir eins árs |
|
Óðinsauga útgáfa |
Vögguvísur, stuttar sögur og fallegar myndir til að gleðja yngstu lesendur. Einnig eru fáanlegar bækur í sama bókaflokki fyrir tveggja, þriggja og fjögurra ára börn. Þær bækur innihalda þrjár stuttar sögur í einni bók ásamt vísum og/eða söngvum. |
| Teljum heimskautadýr |
Coco Apunnguaq Lynge |
Óðinsauga útgáfa |
Bókina nota börn til að æfa sig
í að telja. Textinn er í bundnu
máli og myndirnar eru af
dýrum á norðurslóðum.
Kúlúk og Ása telja dýrin sem
þau sjá bregða fyrir. |
| Tryllti tannlæknirinn |
Huginn Þór Grétarsson |
Óðinsauga útgáfa |
Þessi saga fjallar um hana Völu. Hún borðar mikið sælgæti og burstar ekki tennurnar. Hún vaknar því upp um miðja nótt með tannpínu. Eina tannlæknastofan sem er opin um miðja nótt er frekar draugaleg og þar kynnist Vala tryllta tannlækninum. Bókin hentar vel til að æfa lestur. |
| Vondir gaurar Þáttur 3 |
Aaron Blabley |
Óðinsauga útgáfa |
Hr. Úlfur og vondu, vondu vinir hans öbbuðust upp á rangan naggrís. Og þessi litli illkvittni loðbolti er í leit að hefnd. Lifa þeir þetta af? Verða þeir hetjur? Og hætta þeir að reyna að éta hver annan? |