Útgefandi: Óðinsauga útgáfa

Janís og Kappi Af hverju dagurinn

Bækurnar fjalla um ævintýralegt hversdagslíf tveggja óvenjulegra vina. Janís er uppátækjasamur strákur sem elskar grímur og búninga. Vinur hans, Kappi, er ruslakarl sem hefur verið tjaslað saman. Janís bjó hann sjálfur til úr ýmsu dóti sem hann fann inni í herberginu sínu. Það þarf bara örlítið ímyndunarafl - þá gerast undraverðir hlutir!

Léttlestrarbækur Geimgarður, Lestrarhestur, Nammigrísinn, Plánetuguðir, Undraverð dýr og Varúð! villt dýr

Nýjar og skemmtilegar léttlestrarbækur. Frábært efni til að þjálfa lestur. Forvitni barna er vakin með efnistökum bókanna. Unnið er með gamansaman texta, góð gildi og áhugasvið barna. Með því að vekja upp forvitni þeirra sækja þau sjálf í að lesa. Hér eru á ferð sex nýjar bækur í einum allra vinsælasta bókaflokki landsins.