Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ég verð að segja ykkur

- Ingvar Viktorsson lætur gamminn geisa

  • Höfundur Guðjón Ingi Eiríksson
Forsíða bókarinnar

Ingvar Viktorsson er magnaður sagnamaður og hér eru óteljandi sögur, af honum sjálfum og samferðafólki hans, t.d. Hauki pressara, Blakki, Gunnu á Stöng, Gísla bónda. Hallsteini Hinrikssyni, Bigga Björns, Bergþóri Jóns, Helga Ragg, Pat Quinn, Bogdan handboltaþjálfara, Hansa Guðmunds, Muggi og eru þá fáir nefndir.

Ingvar Viktorsson er einn af þessum góðu sagnamönnum sem hefur næmt auga fyrir samferðarfólki sínu og umhverfi og kann að gera á því skil. Hann

hefur víða komið við á lífsleiðinni; ólst upp í skjóli berkla á Vífilsstöðum, fór með leigubíl í skólann til að sinna skyldunáminu, sótti um skólavist í Menntaskólanum á Akureyri af samgönguástæðum og fékk hana, var til sjós í mörg sumur, gerðist kennari í Hafnarfirði, varð síðar bæjarfulltrúi þar og bæjarstjóri fyrir hönd Alþýðuflokksins, var til margra ára í framvarðasveit FH og einnig í stjórn Handknattleikssambands Íslands. Er þá fátt upptalið. Þess skal getið að ritnefndin að þessari bók var skipuð áður en Ingvar vissi hvað til stæði. Reyndar tók hann í fyrstu fálega í hugmynd okkar um ævisöguna og færðist lipurlega undan. Á endanum gaf hann sig þó og útkoman blasir við á næstu síðum.