Englar alheimsins

Forsíða kápu bókarinnar

Stórbrotin og eftirminnileg verðlaunasaga Einars Más um mann sem veikist á geði og viðbrögð fjölskyldu og samfélags. Lýsingin á því hvernig skuggi geðveikinnar fellur smám saman yfir er átakanleg en um leið er sagan gædd einstakri hlýju og húmor í frásögn og stíl. Ein víðförlasta íslenska skáldsaga fyrr og síðar. Árni Matthíasson skrifar eftirmála.