Allt frá hatti oní skó
Saga sem dansar á mörkum minninga og skáldskapar: Haustið 1979 heldur Haraldur til Kaupmannahafnar í þeim tilgangi að verða skáld. Á vegi hans verða ótal skrautlegar persónur, ný viðhorf, skáldskapur og tónlist, allt umleikið órólegum anda níunda áratugarins þegar allt breyttist – og til varð nýtt skáld. Litrík saga úr frjóum sagnaheimi Einars Más.