Höfundur: Einar Már Guðmundsson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Riddarar hringstigans | Einar Már Guðmundsson | Forlagið | Eftirminnileg verðlaunabók sem markaði tímamót í íslenskri sagnagerð þegar hún kom fyrst út 1982. Þetta er sígild þroskasaga um viðburðaríka æsku, sögð af barnslegri einlægni drengs en alvitur sögumaður býr yfir visku og yfirsýn. Frásagnarhátturinn er óvenjulegur, orðfærið einstakt og hugarflugið ómótstæðilegt. Halldór Guðmundsson ritar eftirmála. |
Skáldleg afbrotafræði | Einar Már Guðmundsson | Forlagið - Mál og menning | Bráðskemmtileg saga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar. Þá voru tímarnir að breytast og ný viðhorf að mótast í veröldinni, jafnvel í Tangavík, örsmáu þorpi á hjara veraldar. Kúgun og frelsi, glæpur og refsing, stórbrotnar persónur þessa heims og annars, allt þetta og fleira til fellir Einar Már saman í mag... |