Fararefni

Þing um Þorstein frá Hamri

Forsíða bókarinnar

Hér fjalla ellefu manns, skáld og fræðafólk, um verk Þorsteins frá Hamri og viðfangsefnin eru fjölbreytt. Greinasafnið varð til í framhaldi af málþingi sem efnt var til haustið 2022 um skáldið og verk hans. Ástráður Eysteinsson ritstýrir safninu og skrifar inngang.