Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fararefni

Þing um Þorstein frá Hamri

Forsíða kápu bókarinnar

Hér fjalla ellefu manns, skáld og fræðafólk, um verk Þorsteins frá Hamri og viðfangsefnin eru fjölbreytt. Greinasafnið varð til í framhaldi af málþingi sem efnt var til haustið 2022 um skáldið og verk hans. Ástráður Eysteinsson ritstýrir safninu og skrifar inngang.