Höfundur: Ástráður Eysteinsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ameríka Franz Kafka Forlagið Ameríka er ein þeirra sagna sem Franz Kafka skildi eftir sig ófullgerðar þegar hann lést 1924. Hér segir frá Karli Rossmann, evrópskum unglingi sem kemur til New York og er staðráðinn í að standa sig en lendir í lygilegum ævintýrum og slæmum félagsskap. Íslensk þýðing sögunnar kom fyrst út 1998 en hefur nú verið endurskoðuð og skrifaður...
Ólgublóð / Restless Blood Úrval ljóða ásamt enskum þýðingum Júlíans D‘Arcys og Ástráðs Eysteinssonar. Hannes Hafstein Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan Hannes Hafstein steig fram sem nýtt afl í íslenskum skáldskap. Ljóð hans þóttu einkennast af krafti, raunsæi og hispursleysi. Í þeim búa innri átök sem settu einnig svip á feril hans sem stjórnmálamanns og fyrsta ráðherra Íslands.
Réttarhöldin Franz Kafka Forlagið Sagan af Jósef K., bankamanninum sem er óvænt kvaddur fyrir dularfullan dómstól til að svara til ókunnra saka, er meðal þekktustu bókmenntaverka 20. aldar. Franz Kafka lauk bókinni raunar ekki til fulls og hún kom fyrst út 1925, ári eftir dauða hans. Hér er á ferð endurskoðuð þýðing þessarar víðfrægu sögu með nýjum eftirmála Ástráðs Eysteinssonar.
Umskiptin og aðrar sögur Franz Kafka Forlagið Hér eru allar sögur Franz Kafka sem hann gekk sjálfur frá til útgáfu, 44 talsins, allt frá örsögum upp í nóvellur. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni og formi og sýna vel innsæi höfundar í mannlega tilveru, furður hennar, ótta og efa. Allar hafa birst áður á íslensku en koma nú út í einni bók í endurskoðaðri þýðingu með nýjum eftirmála.