Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fimm aurar

Fyndnustu brandarar í heimi!

Forsíða kápu bókarinnar

Vissuð þið að fjórir af hverjum þremur Íslendingum eiga í vandræðum með almenn brot?

Hvers konar mjöl er notað í djöflatertu? 

Fjandakorn.

Hvar geymir Drakúla peningana sína?

Nú, auðvitað í Blóðbankanum.

Hver er munurinn á lauki og harmóniku?

Það grætur enginn þegar harmónika er skorin niður!

Já, það eru gríðarmörg gullkorn í þessari stórskemmtilegu bók - sem auðvitað spyr ekki að aldri, enda hafa allir gott af því að hlæja aðeins innan um sífelldar og grátlegar fréttir af helv. stýrivöxtum.