Höfundur: Guðjón Ingi Eiríksson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fimm aurar Fyndnustu brandarar í heimi! Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Vissuð þið að fjórir af hverjum þremur Íslendingum eiga í vandræðum með almenn brot? Hvers konar mjöl er notað í djöflatertu?  Fjandakorn. Hvar geymir Drakúla peningana sína? Nú, auðvitað í Blóðbankanum. Hver er munurinn á lauki og harmóniku? Það grætur enginn þegar harmónika er skorin niður!
Fótboltaspurningar 2024 Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Hér er farið um víðan völl og spurt um hvaðeina sem snertir knattspyrnuna, bæði hérlendis og erlendis. Mörk eru skoruð og einhverjir eru reknir af velli, stundum er spennan óbærileg, en allt fer þó vel að lokum! Þessi bók ætti að sjálfsögðu að vera til á öllum "knattspyrnuheimilum".
Spurningabókin 2024 Hversu marga fætur eru maurar með? Guðjón Ingi Eiríksson Bókaútgáfan Hólar Má skora með fótunum í bandý? Hver "sat á kvisti, átti börn og missti"? Hvaða höfuðborg á Norðurlöndunum ber stysta nafnið? Fyrir hvaða íþróttagrein er Thea Imani Sturludóttir þekkt? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Karim Benzema? Þetta og margt, margt fleira í þessari bráðskemmtilegu spurningabók.