Fimm aurar

Langfyndnustu brandarar í heimi!

Forsíða kápu bókarinnar

Konan mín var að heimta skilnað! Hún sagði að líf mitt snúist eingöngu um fótbolta. Ég skil þetta ekki ... við sem höfum verið gift í sjö keppnistímabil!

Brandararnir í þessari bók eru á heimsmælikvarða, ef ekki bara aðeins ofar, og því ætti hún að vera til taks hvar og hvenær sem er.

Dóttir mín spurði hvort að við gætum farið á McDonald's. Ég sagði að það væri ekkert mál ef hún gæti stafað nafnið rétt á þessum vinsæla veitingastað. Stelpan leit á mig undrunaraugum, en sagði síðan:

„Æ, förum bara á KFC.“

*

Ég fór í heiljarmikið partý eitt kvöldið og það endaði á því að ég sótti kirkju.

Núna heimtar presturinn að ég skili henni aftur.

*

„Hvað gerðu foreldrar þínir sér eiginlega til dundurs á kvöldin fyrir daga internetsins?“

„Það hef ég ekki hugmynd um og ég spurði öll 20 systkini mín að því sama og þau vissu það ekki heldur.“

*

„Er maðurinn þinn ekki heima?“

„Jú, hann er úti í garði.“

„Nú, ég leit þangað, en sá hann hvergi.“

„Þú verður að grafa aðeins.“