Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Flot

  • Höfundur Rebekka Sif Stefánsdóttir
Forsíða bókarinnar

Fjóla byrjar að stunda flot að ráði sálfræðings rétt áður en líf hennar byrjar að liðast í sundur. Vandamálin byrja að fljóta upp úr djúpinu og raunveruleikaskynjunin byrjar að fara úr skorðum.

Þegar Fjóla byrjar að stunda flot á hún ekki von á því að enda sem starfsmaður hjá Reykjavík Float. Flotið verður miðpunkturinn í lífi hennar, rétt áður en það byrjar hægt og rólega að liðast í sundur. Vandamálin byrja að fljóta upp úr djúpinu og raunveruleikaskynjunin fer úr skorðum.

Hvernig getur Fjóla haldið sér á floti þegar hún þarf að horfast í augu við fortíðina?

„Áhrifamikið og tragískt fyrsta verk.“

Steinar Bragi, rithöfundur

„Frásögnin er ljóðræn og höfundur vandar sig við að lýsa því sem máli skiptir svo snilldarlega að lesandinn finnur fyrir lýsingunni djúpt inni í sínum eigin kjarna.“

Ragnhildur Þrastardóttir, Morgunblaðið