Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Frá degi til dags

Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720–1920

  • Höfundur Davíð Ólafsson
Forsíða bókarinnar

Bókin byggist á safni dagbóka sem varðveitt er í Handritasafni Landsbókasafns. Dagbókaritarar – alls á þriðja hundrað einstaklingar – eru margbreytilegir og dagbækurnar mjög fjölbreyttar að formi og innihaldi. Þær spanna frá örfáum vikum til margra áratuga samfelldra skráninga og færslurnar eru frá örfáum orðum um veðurfar til langra tilfinningaþrunginna hugleiðinga.