Frelsi

Forsíða kápu bókarinnar

Frelsi er önnur bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Þér er boðið með Marínu í ferðalag á húsbílnum þar sem hún heldur vestur og speglar sjálfa sig í óbeislaðri náttúru fjalla og sjávar. Sagan er sjálfsævisöguleg og byggir á dagbókum höfundar.

Frelsi er önnur bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Sagan byggir á dagbókum höfundar. Þér er boðið með Marínu í ferðalag á húsbílnum þar sem hún heldur vestur. Á ferð sinni rýnir Marín í minningar, ósagðar tilfinningar, fortíðararfinn, og sambandið við karlmenn á lífsleiðinni, sérstaklega föður sinn. Hún leyfir sér að staldra við, horfast í augu við skuggana sem hún hefur forðast ekki til að losna við þá, heldur til að umvefja þá ljósi. Það sem átti að vera stutt ferðalag verður að djúpri innri vegferð þar sem hún mætir sjálfri sér í kyrrðinni, í náttúrunni, og í gömlu dagbókunum sem hún tekur upp úr plastkassa fortíðarinnar. Frelsi er saga um andlegan vöxt og styrkinn sem fylgir því að finna sína eigin rödd. Þetta er frásögn um umbreytingu, innsæi og kjarkinn sem þarf til að segja loksins: ég vel mig.

Þetta er saga fyrir konur sem eru að vakna. Og fyrir þig sem ert á leiðinni heim, til þín.