Höfundur: Sigga Dögg

Frelsi

Frelsi er önnur bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Þér er boðið með Marínu í ferðalag á húsbílnum þar sem hún heldur vestur og speglar sjálfa sig í óbeislaðri náttúru fjalla og sjávar. Sagan er sjálfsævisöguleg og byggir á dagbókum höfundar.

Tryllingur

Tryllingur er fyrsta bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Á kaffihúsinu Draumi í Hólavallagarði leitar hún að sjálfri sér, speglar sig í vinkonum sínum, skenkir galdraseyði, leggur tarotspil, og veltir fyrir sér ástinni. Sagan er byggð á endurminningum úr dagbókum höfundar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Að eilífu ég lofa Sigga Dögg Kúrbítur Skilaboð frá höfundi: Skilnaður er skrýtinn með ógrynni af spurningum en fá svör. Ég skrifaði þessa sögu fyrir sjálfa mig og börnin mín þrjú þegar við stóðum á þessum krossgötum. Það er von mín að þessi saga færi þér, kæri lesandi, smá birtu og gleði.
Á rúmstokknum Sigga Dögg Kúrbítur Sjálfsfróun, barneignir, sleipiefni, fullnæging, kynlífsleysi, snípurinn, typpi, píka, kynfræðsla og kynlíf eldri borgara og svo margt margt fleira má lesa um í þessu frábæra samansafni pistla og innsendra spurninga frá kynfræðingnum Siggu Dögg.
Daði Sigga Dögg Kúrbítur Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mótsagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu.
KynVera Sigga Dögg Kúrbítur KynVera er fyrsta skáldsaga Siggu Daggar kynfræðings. Sagan fjallar um unglingsstúlkuna Veru sem er að ganga í gegnum allar þær breytingar er fylgja kynþroskanum og því að uppgvöta sjálfa sig og ástina. Þessi bók er ísbrjótur á samræður um hjartans málefni sem mörgum þykja vandræðaleg og óþægileg en eru lífsins nauðsynleg.
Litla bókin um blæðingar Sigga Dögg Kúrbítur Litla bókin um blæðingar er langt frá því að vera lítil, hún er yfirgripsmikil og fer vel yfir ólíkar túrvörur, hvernig þær virka, kosti og galla; algengar spurningar; tíðahringinn; tíðaverki; hvernig megi leita sér hjálpar og algengar mýtur. Bókin tekur tillit til allra kynja, horfir til umhverfissjónarmiða og fagnar fjölbreytileika.