Litla bókin um blæðingar
Litla bókin um blæðingar er langt frá því að vera lítil, hún er yfirgripsmikil og fer vel yfir ólíkar túrvörur, hvernig þær virka, kosti og galla; algengar spurningar; tíðahringinn; tíðaverki; hvernig megi leita sér hjálpar og algengar mýtur. Bókin tekur tillit til allra kynja, horfir til umhverfissjónarmiða og fagnar fjölbreytileika.