Frýs í æðum blóð

Forsíða bókarinnar

Nágrannaerjur í Grindavík, þar sem tvenn hjón takast á, fara úr böndunum. Ung kona er óvænt ráðin sem afleysingakokkur á loðnuskip og brátt fara undarlegir atburðir að gerast um borð. Og torkennilegur beinafundur á sér stað í Reykjavík. Ólíkir þræðir fléttast hér listilega saman í spennandi glæpasögu þar sem ekki er allt sem sýnist.

Nágrannaerjur í Grindavík, þar sem tvenn hjón takast á, fara úr böndunum. Ung kona er óvænt ráðin sem afleysingakokkur á loðnuskip og brátt fara undarlegir atburðir að gerast um borð. Og torkennilegur beinafundur á sér stað í Reykjavík. Ólíkir þræðir fléttast hér listilega saman í spennandi glæpasögu þar sem ekki er allt sem sýnist. Yrsa eins og hún gerist best!

Yrsa Sigurðardóttir hefur fyrir löngu „komið sér fyrir á eða við hátind norrænna glæpasagna“ (The Times). Bækur eru gefnar út á tugum tungumála, sitja í efstu sætum metsölulista og hafa aflað henni margvíslegra viðurkenninga og verðlauna.