Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir

Frýs í æðum blóð

Nágrannaerjur í Grindavík, þar sem tvenn hjón takast á, fara úr böndunum. Ung kona er óvænt ráðin sem afleysingakokkur á loðnuskip og brátt fara undarlegir atburðir að gerast um borð. Og torkennilegur beinafundur á sér stað í Reykjavík. Ólíkir þræðir fléttast hér listilega saman í spennandi glæpasögu þar sem ekki er allt sem sýnist.

Kuldi

Ung stúlka ræðst til starfa á unglingaheimili á áttunda áratug liðinnar aldar en dvöl hennar þar á eftir að umbylta lífi hennar. Þegar ungur maður fer löngu síðar að rannsaka starfsemi heimilisins taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bráðin Yrsa Sigurðardóttir Veröld Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ... Bráðin var ein söluhæsta bók ársins 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda.
Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir Veröld Fimm vinir halda til Vestmannaeyja um miðjan vetur. Tilefnið er sorglegt, jarðarför gamallar vinkonu, en endurfundirnir eru líka ánægjulegir. Fljótlega verður þó ljóst að þau eiga óuppgerð mál úr partíi sem þau héldu sjö árum fyrr á stúdentagarði og hlaut örlagaríkan endi. Og ekki er víst að allir eigi afturkvæmt úr þessari ferð.
Lok lok og læs Yrsa Sigurðardóttir Veröld Kiljuútgáfa af þessari vinsælu bók. Á köldu vetrarsíðdegi fer nágranni að huga að auðugri fjölskyldu í Hvalfjarðarsveit sem ekki hefur svarað skilaboðum. Við honum blasir skelfileg aðkoma. Hvað gerðist hjá þessum nýju ábúendum?
Lok, lok og læs Yrsa Sigurðardóttir Veröld Ekkert heyrist frá auðugri fjölskyldu sem nýflutt er á afskekktan sveitabæ. Hvað kom fyrir fólkið? Lögreglan rannsakar málið en á sama tíma fær lesandinn innsýn í líf fjölskyldunnar – þar sem ekki er allt sem sýnist. Yrsa í toppformi!