Blóðbönd Galdra-Imba

Forsíða kápu bókarinnar

Líf Imbu er þyrnum stráð og ung er hún gefin ekklinum séra Árna. Örlögin vinna gegn henni en Imba finnur ástina. Þrátt fyrir erfiðleika er hún staðráðin í að finna hamingju í lífinu. Blóðbönd er ný sería úr smiðju Söndru Clausen um Galdra-Imbu sem var uppi á 17. öld. Hér er á ferðinni söguleg skáldsaga um ástir og örlög á erfiðum tímum.

Á björtu vorkvöldi á 17. öld fæðist presthjónum norður í landi stúlkubarn. Stúlkan er frábrugðin öðrum börnum hjónanna - augun dökk sem nóttin og hugur hennar dreymandi. Stúlkunni Imbu er komið í fóstur hjá Leodegarius, vitrum manni við Hrafnagil, í þeirri von að hann geti alið úr henni hvatvísina. Líf Imbu er þyrnum stráð og ung er hún gefin ekklinum séra Árna. Örlögin vinna gegn henni, en Imba finnur ástina utan hjónabandsins. Þrátt fyrir erfiðleika er hún staðráðin í að finna hamingju í lífinu.

Blóðbönd er ný sería úr smiðju Söndru Clausen um Galdra-Imbu sem var uppi á 17. öld. Hér er á ferðinni söguleg skáldsaga um ástir og örlög á erfiðum tímum.