Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Gestabók

MMXXIV

Forsíða kápu bókarinnar

Hvað eiga ungur rannsóknarblaðamaður, þeyttur fetaostur og kjölturakkinn Járnfrúin sameiginlegt – annað en að vera hugarfóstur meistaranema í ritlist?

Smásagnasveigurinn Gestabók hverfist um veislu og gestina sem þangað koma, flestir að því er virðist fremur af skyldurækni en löngun. Þar er sagt frá kvöðinni sem boð í veislu getur verið, en líka þessu undarlega samsafni fólks sem þar mætist. Fjölskyldubönd teygjast og trosna og sambönd flækjast og leysast upp. Í stutta stund er þetta fólk statt á sama stað og sama tíma, en fyrir utan veisluhöldin heldur lífið áfram. Hlaðborðið er óþrjótandi og gestabókin fyllist smátt og smátt.