Höfundur: Ýmsir höfundar

Ferðakort - 1:500 000 Ísland

Vandað heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu og nýjustu upplýsingum um vegi, vegalengdir og vegnúmer. Kortið sýnir allt landið á einu blaði og því fylgir skrá með yfir 3.000 örnefnum sem hægt er að nálgast með QR-kóða. Ný útg. 2025. Blaðstærð: 78,5 x 110 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Ísland - Vegaatlas

Vegaatlasinn er í mælikv. 1:200 000 og inniheldur auk vegakorta ýmis þemakort um útivist (golfvelli, sundlaugar og skíðasvæði) og söfn, en einnig gróður- og jarðfræðikort. Ítarleg nafnaskrá fylgir. Vegaatlasinn er samanlagður (16 x 31 cm) í vandaðri öskju, 60 cm á breidd. Ný útg. 2025. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Marginalía

Mörgum árum eftir að leiðir þeirra skildu hittast íslenskufræðingurinn Styrkár og blaðakonan Garún í Eddu, nýju heimili handritanna og húsi íslenskunnar. Ljós flökta, hurðir opnast og lokast án sýnilegrar ástæðu og ógnandi nærvera gerir vart við sig. Skyndilega eru Styrkár og Garún læst inni og verða að vinna saman til að komast aftur út.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Gestabók MMXXIV Ýmsir höfundar Króníka Hvað eiga ungur rannsóknarblaðamaður, þeyttur fetaostur og kjölturakkinn Járnfrúin sameiginlegt – annað en að vera hugarfóstur meistaranema í ritlist?
Lykilorð 2024 Orð Guðs fyrir hvern dag Ýmsir höfundar Lífsmótun Í Lykilorðum eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk ljóðaerindis eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald bíður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem vilja leyfa innblásnum textum að vekja sig til umhugsunar. Auk þess að vera gefin út á kilju og rafbókarformi eru Lykilorð lesin í hljóðvarpi og birtast að hluta til á helstu samfélagsmiðlum.
Stóra brauðtertubókin Ýmsir höfundar Sögur útgáfa Þegar góða veislu gjöra skal er alltaf pláss fyrir brauðtertu. Hún er órjúfanlegur hluti af matarmenningu okkar og hefur verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga. Hér má finna fjölda girnilegra brauðtertuuppskrifta, einföld ráð, viðtöl við einlæga aðdáendur brauðtertunnar. Allt sem þú vissir ekki að þú þyrftir að vita um brauðtertur – og meira til.
Takk fyrir komuna Ýmsir höfundar Una útgáfuhús Hótel Saga geymir ýmis leyndarmál og ævintýri, þar blandast fólk og aðrar furðuverur eins og skyr og hafragrautur. Nokkrir meistaranemar í ritlist, með aðstoð ritstjóra sinna, töfra hér fram ljóð og sögur sem verða að ljúffengum hræringi með svignandi veisluborðum, klámi, daðri, óvæntum uppákomum, dulúð og dauðum hana.