Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hættuleg sambönd

Í þessari frægustu bréfaskáldsögu allra tíma segir af Merteuil markgreifynju og Valmont vísigreifa, lífsreyndu og kaldrifjuðu aðalsfólki sem finnst vanta krydd í tilveruna. Þau ákveða að draga fólk á tálar ýmist sér til skemmtunar eða í hefndarskyni og skrifast á um árangurinn. Úr verður magnað manntafl þar sem allar hvatir og tilfinningar mannsins takast á.